Bjóst við afsökunarbeiðni frá Pírötum

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fyr­ir mér er mál­inu lokið. Ég hélt að Þór­hild­ur Sunna myndi hafa mann­dóm í sér að biðja mig af­sök­un­ar á því að hafa ásakað mig um þjófnað en þau ætla greini­lega að halda áfram,“ seg­ir Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

For­sæt­is­nefnd Alþing­is hef­ur fall­ist á niður­stöður siðanefnd­ar þings­ins þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir hafi brotið siðaregl­ur fyr­ir alþing­is­menn með um­mæl­um sín­um um Ásmund. 

Siðanefnd Alþing­is komst að þeirri niður­stöðu að um­mæli henn­ar um Ásmund, einkum um­mæli um að rök­studd­ur grun­ur væri uppi um refsi­verða hátt­semi hans, bryti gegn siðaregl­un­um. 

Pírat­ar eru ekki ánægðir með niður­stöðuna. Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, skilaði séráliti í for­sæt­is­nefnd en hann vildi að mál­inu yrði vísað aft­ur til siðanefnd­ar þar sem sann­leiks­gildi um­mæla Þór­hild­ar Sunnu yrði rann­sakað. Jón Þór sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að sann­leik­ur­inn væri greini­lega auka atriði í mál­inu.

Seg­ir at­huga­semd­ir hafa verið lag­færðar

„Ég lít þannig á að skrif­stofa Alþing­is hafi sagt allt sem þarf að segja í þessu máli fyr­ir mig,“ seg­ir Ásmund­ur. Hann seg­ir að komið hafi fram að ekk­ert hafi verið at­huga­vert við þau gögn sem hann hafi skilað til þings­ins. „Mér finnst að með því að halda áfram með þetta mál séu þau fyrst og fremst að ráðast gegn starfs­mönn­um þings­ins.

En var ekki ein­mitt eitt­hvað at­huga­vert við þetta fyrst sem þú síðan leiðrétt­ir?

„Það voru tvær færsl­ur sem voru gerðar at­huga­semd­ir við þegar ég var að vinna fyr­ir ÍNN. Það var ekk­ert öðru­vísi en þannig að menn lenda reglu­lega í því í líf­inu að fyr­ir­tæki skili reikn­ingi, það eru gerðar at­huga­semd­ir og það síðan lag­fært. Það var ekk­ert brot og þetta hef­ur verið út­skýrt,“ seg­ir Ásmund­ur og bæt­ir við að hann hafi end­ur­greitt þann kostnað.

Merki­legt að þeir sem vildu siðanefnd kvarti

Spurður hvort hann sé smeyk­ur við frek­ari aðgerðir Pírata vegna máls­ins er Ásmund­ur fljót­ur til svars: „Af hverju ætti ég að vera það? Ég lít á það þannig að þá séu þau að gera ótrú­verðugt það sem starfs­menn þings­ins segja. Gögn­in liggja þar og margoft hef­ur verið líst yfir að ekk­ert sé að.

Jón Þór sagði í áður­nefndu sam­tali við mbl.is að ferlið þar sem siðanefnd gef­ur sitt álit og for­sæt­is­nefnd festi það sé handónýtt. „Það er merki­legt að þeir stjórn­mála­menn sem kölluðu eft­ir því að sett yrði á stofn sér­stök siðanefnd kvarti og segi að allt sé ómögu­legt þegar nefnd­in vinn­ur ekki eins og þau vilja. Það er mjög sér­stakt. Ég velti fyr­ir mér ef niðurstaðan hefði verið öfug þá hefðu þau klár­lega sagt að nefnd­in virkaði,“ seg­ir Ásmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert