Eiríkur nálgast Þingeyjarsveit

Eiríkur er staddur um það bil mitt á milli hinna …
Eiríkur er staddur um það bil mitt á milli hinna einstaklingskeppendanna. mbl.is/Þorgeir

Hjólakappinn Eiríkur Ingi Jóhannsson hjólaði í gegnum Akureyri rétt fyrir hádegi í dag og nálgast nú Þingeyjarsveit. Hann er einn þriggja einstaklinga sem taka þátt í WOW Cyclothon þetta árið og hjólar 1.358 km í kring um landið.

Fréttaritari mbl.is á Akureyri myndaði Eirík í Öxnadal og á Moldaugnahálsi.

Eiríkur er staddur um það bil mitt á milli hinna einstaklingskeppendanna. Terri Huebler er um þessar mundir stödd í Hörgársveit, en Chris Burkard er á fullri ferð og er staddur um það bil um miðjan veg á milli Mývatns og Egilsstaða. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppenda hér.

Samkvæmt Hjólafréttum er Burkard líklega að setja hraðamet á norðurleiðinni í einstaklingsflokki og hefur verið á meðalhraðanum 30 km/klst.

Fylgdarbíll Hjólakrafts er staddur skammt frá Goðafossi, en Hjólakraftur eru sérstök samtök ætluð ungu fólki til valdeflingar.

Liðakeppni WOW Cyclothon hefst svo í kvöld þegar fjögurra og tíu manna lið verða ræst út frá Egilshöll.

Eiríkur í umferðinni á Þjóðvegi 1.
Eiríkur í umferðinni á Þjóðvegi 1. mbl.is/Þorgeir
Fylgdarbíll Eiríks fylgir honum fast eftir.
Fylgdarbíll Eiríks fylgir honum fast eftir. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka