Forsætisnefnd sammála siðanefnd

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/Eggert

Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Álit forsætisnefndar þessa efnis verður birt á vef Alþingis í dag en það var afgreitt á fundi nefndarinnar á föstudag, degi eftir að þingstörfum lauk. Fréttablaðið greinir frá því að þrír nefndarmenn hafi skilað séráliti. 

Siðanefnd Alþing­is komst að þeirri niður­stöðu að um­mæli henn­ar um Ásmund, einkum um­mæli um að rök­studd­ur grun­ur væri uppi um refsi­verða hátt­semi hans, bryti gegn siðaregl­un­um. 

Ummælin féllu í Silfrinu og var Þórhildur Sunna þar að ræða end­ur­greiðslur sem hann naut frá Alþingi á grund­velli skrán­inga í akst­urs­dag­bók hans. Siðanefndiin taldi aftur á móti að Björn Leví Gunn­ars­son hafi ekki gerst brot­leg­ur við regl­urn­ar en Ásmund­ur kvartaði til for­sæt­is­nefnd­ar vegna um­mæla þeirra beggja vegna end­ur­greiðslna sam­kvæmt akst­urs­dag­bók hans.

Samkvæmt vef Alþingis sitja eftirfarandi í forsætisnefnd: Steingrímur J. Sigfússon, forseti, Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti, Brynjar Níelsson, 2. varaforseti, Þorsteinn Sæmundsson, 3. varaforseti, Willum Þór Þórsson, 4. varaforseti, Jón Þór Ólafsson, 5. varaforseti, Bryndís Haraldsdóttir, 6. varaforseti, Steinunn Þóra Árnadóttir, 7. varaforseti (kosinn tímabundið) og Haraldur Benediktsson, 8. varaforseti (kosinn tímabundið). Þorsteinn Víglundsson og Inga Sæland eru áheyrnarfulltrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert