Góð stemning við rásmarkið

Mikill hugur var í fólki og góð stemning við rásmarkið.
Mikill hugur var í fólki og góð stemning við rásmarkið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allir keppendur WOW Cyclothon, sem telja hátt á sjötta hundrað, eru nú lagðir af stað hringinn í kringum landið, en tíu manna liðin lögðu af stað frá Egilshöll klukkan 19 í kvöld. Líkt og sjá má á ljósmyndum ljósmyndara mbl.is var mikill hugur í fólki og góð stemning við rásmarkið.

Í tíu manna liði skiptast keppendur á að hjóla alls 1.358 kílómetra í kringum landið. Fjögurra manna liðin lögðu af stað fyrr í kvöld og í gærkvöldi lögðu einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki af stað.

Markið verður sett upp á föstudagsmorgun og tími rennur út á laugardag. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppenda í beinni hér.

Keppendur í WOW Cyclothon telja á sjötta hundrað þetta árið.
Keppendur í WOW Cyclothon telja á sjötta hundrað þetta árið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert