Hægir á rennsli í miðlunarlónin

Hálslón.
Hálslón. mbl.is/RAX

Vorleysingar á vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar á hálendinu komu snemma í ár. Seinni hluta aprílmánaðar hækkaði talsvert í miðlunarlónum og var staðan þá með allra besta móti.

En frá byrjun maí hefur verið þurrt og fremur kalt á hálendinu og innrennsli því undir meðallagi. Frá þeim tíma hafa miðlunarlón staðið í stað eða lækkað aftur eins og t.d. Blöndulón.

Þetta er ekki áhyggjuefni því staða lóna í lok vetrar var góð, að því er Magnús Þór Gylfason upplýsingafulltrí Landsvirkjunar segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert