„Nei Ásmundur“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, seg­ir eng­an skulda Ásmundi Friðriks­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins af­sök­un­ar­beiðni.

Þetta sagði Björn Leví á Face­book-síðu sinni eft­ir að Ásmund­ur kvaðst í sam­tali við mbl.is hafa haldið að Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, myndi biðja hann af­sök­un­ar eft­ir að for­sæt­is­nefnd Alþing­is féllst á niður­stöðu siðanefnd­ar þings­ins um að Þór­hild­ur Sunna hafi brotið siðaregl­ur með um­mæl­um sín­um um Ásmund.

„Nei Ásmund­ur. Þegar þú mis­not­ar stöðu þína sem þingmaður til þess að fá end­ur­greiðslur fyr­ir inn­an­flokks­próf­kjör og í kosn­inga­bar­áttu sem fram­bjóðandi - eins og þú viður­kennd­ir í Kast­ljósi - þá skuld­ar þér eng­inn af­sök­un­ar­beiðni fyr­ir að segja að ná­kvæm­lega það sé rök­studd­ur grun­ur um að það þurfi að rann­saka hvort það sé brot á lög­um og regl­um um end­ur­greiðslur starfs­kostnaðar,“ skrif­ar Björn Leví á Face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert