Tillaga til þingsályktunar um að flýta óháðri úttekt á Landeyjahöfn, sem allir þingmenn Suðurkjöræmis fluttu, fékk ekki afgreiðslu fyrir þingfrestun. Tillagan var lögð fram á Alþingi í maí sl. Tillögunni var vísað til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, þar sem hún sofnaði svefninum langa.
Vildu þingmennirnir að Alþingi fæli sveitarstjórnarráðherra að láta nú þegar hefja óháða úttekt á Landeyjahöfn.
Í greinargerð segir að ástandið í Landeyjahöfn sé hvorki boðlegt íbúum Vestmannaeyja né öðrum sem treysta þurfa á greiðar samgöngur milli lands og Eyja, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.