Fiskiskipin tvö sem sigla á frá Ísafirði til Belgíu, Ísborg ÍS 250 og Hera ÞH 60, þar sem þau verða rifin í brotajárn, þurftu að snúa við í fyrrinótt vegna bilunar í rafmagni.
Þau voru þá komin fyrir Straumnes. Skipin komu til Ísafjarðar í gærmorgun.
Arnar Kristjánsson útgerðarmaður sagði í gærkvöldi að verið væri að gera við bilunina og skipin færu aftur af stað um miðnætti eða í nótt. Ísborg siglir fyrir eigin vélarafli og dregur Heru.