Kúlan ekki úr eynni fyrr en árið 2047

Kúlan umdeilda í Grímsey.
Kúlan umdeilda í Grímsey.

Listaverkið „Orbis et Globus“, er ekki á leiðinni úr Grímsey í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en árið 2047 þegar heimskautsbaugurinn yfrgefur eyna. Þetta staðfestir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála á Akureyrarstofu, en frá því var greint í Morgunblaðinu í gær að nokkurrar óánægju hafi orðið vart meðal Grímseyinga um listaverkið.

„Heimskautsbaugurinn er samkvæmt eðli sínu ekki stöðugur. Hann hreyfist. Það var það sem var á bak við þetta listaverk hjá Kristni Hrafnssyni og Studio Granda, að láta listaverkið sýna eðli náttúrulegs fyrirbæris,“ segir María.

Hún segist vita til þess að skiptar skoðanir séu á kúlunni en frá því að kúlan kom í Grímsey 2017 hefur Grímseyingum þótt ferðamenn verja minni tíma í bænum. „Samgöngur eru þannig að stoppið í Grímsey er það stutt að ferðamenn gera sér ekki grein fyrir því hvað felst í því að labba norður á Fót að heimskautsbaugnum. Þeir auðvitað heillast af eyjunni og þetta tekur lengri tíma en þeir gera ráð fyrir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert