Lið World Class, Airport Direct og Advania, sem fara fremst í flokki í WOW Cyclothon, renndu framhjá Goðafossi klukkan 7:30 í morgun, en ræst var út í liðakeppni frá Egilshöll í gærkvöldi.
Liðin nálgast nú Egilsstaði og eru því um það bil hálfnuð með kílómetrana 1.358.
En það er ekki nóg að vera fremstur í keppninni, samkvæmt tilkynningu frá WOW Cyclothon, heldur er einnig keppt í áheitasöfnun fyrir sumarbúðirnar í Reykjadal. Þar trónir lið Toyota á toppnum en í öðru sæti er lið Landsbankans, sem er annað tveggja liða sem náð hefur að rjúfa 200.000 króna múrinn.
Á hæla þeim kemur Verkís, sem verður að standa við stóru orðin og senda hjólara sinn út í leðurólum á Egilsstöðum ef 5.000 krónur safnast til viðbótar áður en þangað er komið.
Hægt er að fylgjast með staðsetningu liðanna í beinni hér.