Elsti keppandinn 102 ára kylfingur

Landsmóti UMFÍ, 50 ára og eldri, hófst í Neskaupstað í …
Landsmóti UMFÍ, 50 ára og eldri, hófst í Neskaupstað í dag með keppni í boccía. Í boði eru um 20 keppnisgreinar og allskonar aðrar sem snúast um nýja hreyfingu sem færi gefst á að prófa. Ljósmynd/UMFÍ

Það viðrar vel á þátt­tak­end­ur Lands­móti UMFÍ, 50 ára og eldri, sem hófst í Nes­kaupstað í dag með keppni í boccía. Í boði eru um 20 keppn­is­grein­ar og allskon­ar aðrar sem snú­ast um nýja hreyf­ingu sem færi gefst á að prófa. Fólki yngra en 50 ára stend­ur einnig til boða að keppa í nokkr­um grein­um. 

„Þetta er besta veðrið hér, suðvest­an, skín­andi sól og létt­ur and­vari. Þegar ég fór að hita upp fyr­ir keppni í sund­laug­inni áðan sýndi mæl­ir­inn 23 gráður,“ seg­ir Jón Hlíf­ar Aðal­steins­son, íbúi í Nes­kaupstað og þátt­tak­andi á mót­inu. 

End­ur­fund­ir frjálsíþrót­takappa frá fyrri tíð

Mjög al­gengt er að á mót­inu hitt­ist á nýj­an leik fólk sem keppti í frjáls­um og fleiri grein­um á sín­um yngri árum og end­ur­tek­ur leik­inn með barna­börn­in á kant­in­um. Elsti kepp­and­inn á mót­inu verður 103 ára í ág­úst, en hann ætl­ar að taka þátt í golfi.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá móts­höld­ur­um að til að hjálpa þátt­tak­end­um að kæla sig fá þeir all­ir frítt í sund­laug bæj­ar­ins á meðan á mót­inu stend­ur.

Um þrjú hundruð manns eru skráðir í næst­um tutt­ugu keppn­is­grein­ar. „Svo skemmti­leg­ar grein­ar eru í boði á mót­inu að þátt­tak­end­ur hafa komið í þjón­ustumiðstöð móts­ins í Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands og skráð sig í fleiri grein­ar en þeir ætluðu upp­haf­lega að taka þátt í,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Jón Hlífar Aðalsteinsson er einn fjölmargra keppenda á Landsmóti UMFÍ, …
Jón Hlíf­ar Aðal­steins­son er einn fjöl­margra kepp­enda á Lands­móti UMFÍ, 50 ára og eldri, sem fram fer í Nes­kaupstað um helg­ina. Jón Hlíf­ar er hæst­ánægður með veðrið, enda varla annað hægt þegar sól­in skín og hita­mæl­ir­inn sýn­ir 23 gráður. Ljós­mynd/​UMFÍ

Þá er tjaldsvæðið í bæn­um að fyllt­ast þó svo að all­ir þátt­tak­end­ur séu ekki bún­ir að skila sér í hús. Af þeirri ástæðu varð að nýta tjald­stæði sem ann­ars er notað á Neista­flugi um versl­un­ar­manna­helg­ar.

Meðal annarra greina sem keppt verður í í dag eru frjáls­ar, ringó og línu­dans. Þar að auki verður kynn­ing á ringó, sjó­sund fyr­ir alla, zumba, fit­n­ess og síðar í dag verður mótið sett við hátíðlega at­höfn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert