Fær sex mánaða dóm vegna rútuslyss

Mbl.is/Jónas Erlendsson

Bíl­stjóri rútu sem valt á Suður­lands­vegi 27. des­em­ber 2017 með þeim af­leiðing­um að tveir kín­versk­ir rík­is­borg­ar­ar lét­ust og tveir slösuðust al­var­lega hef­ur verið dæmd­ur í sex mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og svipt­ur öku­leyfi til tveggja ára.

Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Suður­lands, en dóm­ur í mál­inu féll í gær.

Í ákæru lög­reglu­stjór­ans á Suður­landi er bíl­stjór­inn sagður hafa ekið of hratt miðað við aðstæður og án nægj­an­legr­ar aðgæslu, en hált var á veg­in­um.

Héraðsdóm­ur fellst á að ákærði hafi með hátt­semi sinni unnið sér til refs­ing­ar, en sam­kvæmt um­ferðarlög­um skal jafn­an miða öku­hraða við aðstæður með sér­stöku til­liti til ör­ygg­is annarra. Þá skal ökumaður gæta þess að öku­tæki sé í góðu ástandi, en sam­kvæmt bíl­tækni­rann­sókn var hemla­leysi al­gjört á tveim­ur hjól­um hóp­ferðabif­reiðar­inn­ar.

Slysið varð við út­sýn­is­stað í Eld­hrauni skammt frá Kirkju­bæj­arklaustri og sam­kvæmt ákærða og vitn­um hægði fólks­bif­reið á sér á veg­in­um fyr­ir fram­an rút­una. Bíl­stjór­inn mun þá hafa reynt að bremsa og svo fært sig yfir á öf­ug­an veg­ar­helm­ing en misst á henni stjórn með þeim af­leiðing­um að hún hafnaði utan veg­ar. 

Einn farþeg­anna kastaðist út úr hóp­ferðabif­reiðinni og var „ber­sýni­lega lát­inn“ sam­kvæmt skýrslu lög­regluþjóna á vett­vangi. Tveir farþegar voru fast­ir und­ir rút­unni þegar viðbragðsaðilar komu á vett­vang. Einn farþegi lést af sár­um sín­um á sjúkra­húsi um hálf­um mánuði eft­ir að slysið varð.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert