Jón Baldvin stefnir dóttur sinni

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Skjáskot/Rúv

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og sendi­herra, hefur stefnt dóttur sinni Aldísi Schram fyrir meiðyrði. Auk þess stefnir Jón Baldvin Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og RÚV.

Greint er frá stefnunni á Stundinni.

Stefnan er tilkomin vegna viðtals Aldísar í Morgunútvarpi Rásar 2 17. janúar. Fram kemur á vef Stundarinnar að Aldísi hafi borist stefnan í byrjun vikunnar þar sem tiltekin séu á annan tug ummæla Aldísar og fern ummæli Sigmars.

Í viðtalinu sagði Aldís meðal annars að Jón Baldvin hefði sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum misnotað stöðu sína í persónulegum tilgangi.

Alls hafa sjö konur stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Nýjasta tilfellið varðar Carmen Jóhannsdóttur sem hef­ur lagt fram fram kæru á hend­ur Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni vegna kyn­ferðis­legr­ar áreitni sem hún kveður hann hafa beitt hana á heim­ili hans á Spáni 16. júní 2018.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka