Kæra ákvörðun meirihlutans

Útivistar notið í Elliðaárdal.
Útivistar notið í Elliðaárdal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hollvinasamtök Elliðaárdals hyggjast kæra samþykkt meirihlutans í skipulags- og samgönguráði á deiliskipulagi í Elliðaárdalnum. Þar er áætluð uppbygging á um 43.000 fermetra lóð þar sem meðal annars er gert er ráð fyrir að gróðurhús, bílastæði og verslunarrými rísi.

Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna, segir að samtökin muni kæra ákvörðunina til Skipulagsstofnunar. „Þetta fer í gegn á röngum forsendum. Borgin biður um álit þegar húsið er sagt vera 1.500 fermetrar en síðan var ekki beðið um álit þegar húsnæðið stækkar í 4.500 fermetra,“ segir hann.

Halldór segir jafnframt að framganga borgarstjórnar sé „skrítin frá A til Ö“ í tengslum við uppbyggingu í Elliðaárdal. Borgaryfirvöld samþykktu nýtt deiliskipulag fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í fyrradag. Fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert