Langt síðan jafnfáar drottningar sáust

Fáirgeitungar eru á ferli þetta árið.
Fáirgeitungar eru á ferli þetta árið.

Fáir geitungar hafa verið á ferli á Íslandi í sumar og eru það sennilegar afleiðingar af rigningarsumrinu í fyrra.

Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir langt síðan hann hafi séð jafnfáar geitungadrottningar að vori og geitungarnir séu óvenjufáir í ár.

„Illa gekk að koma upp nýrri kynslóð, þar sem það rigndi og rigndi. Svo það voru fáar drottningar sem lágu vetrardvalann til þess að erfa landið í,“ segir Erling í Morgunblaðinu í dag.

Lítið hefur farið fyrir geitungum og býflugum á Íslandi það sem af er sumri, þrátt fyrir blíðviðri. Þó munu skordýrin enn lifa góðu lífi á landinu. Að sögn Erlings gengur geitungunum kannski ágætlega í ár og ali nógu margar drottningar í haust, svo ástandið verði eðlilegra næsta ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert