„Miklar áhyggjur af þessu“

Vinnuafl 210.200 manns, 16–74 ára, voru á vinnumarkaði í maímánuði.
Vinnuafl 210.200 manns, 16–74 ára, voru á vinnumarkaði í maímánuði. mbl.is/​Hari

„Ég hef mikl­ar áhyggj­ur af því að það er vax­andi at­vinnu­leysi núna og það virðist ekk­ert vera í rén­un,“ seg­ir Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ.

„Við héld­um að það væri að koma skot en síðan myndi þetta lag­ast eins og ger­ist yf­ir­leitt á sumr­in. At­vinnu­leysi fer minnk­andi á sumr­in vegna auk­inna um­svifa í ferðaþjón­ust­unni en það virðist ekki vera að ger­ast núna. Það er því fullt til­efni til að hafa mikl­ar áhyggj­ur af þessu,“ seg­ir Drífa.

At­vinnu­leysið eykst sam­kvæmt vinnu­markaðskönn­un Hag­stof­unn­ar sem birt var í gær. Mæld­ist það 6,1% af vinnu­afl­inu í maí en svo hátt hlut­fall at­vinnu­lausra hef­ur ekki sést í töl­um Hag­stof­unn­ar frá í maí árið 2015. Ef tekið er til­lit til árstíðabund­inna sveiflna á vinnu­markaði mæl­ist at­vinnu­leysið 4,7% á land­inu öllu. Þetta er hæsta pró­senta at­vinnu­lausra eft­ir búið er að leiðrétta niður­stöðurn­ar að teknu til­liti til áhrifa árstíðasveiflu sem sést hafa í töl­um Hag­stof­unn­ar frá því í októ­ber 2014.

„Við get­um leitað í úrræðak­ist­una frá 2008. Það voru fjöl­mörg úrræði þar,“ seg­ir Drífa í um­fjöll­un um at­vinnu­leysið í Morg­un­blaðinu í dag og rifjar upp aðgerðir sem gripið var til vegna at­vinnu­leys­is­hrin­unn­ar sem varð í kjöl­far hruns­ins. „Við erum búin að styrkja rétt fólks til at­vinnu­leys­is­bóta. Við gerðum það á meðan vel gekk. At­vinnu­leys­is­bæt­ur voru hækkaðar sem kem­ur sér vel núna og mild­ar höggið fyr­ir þá sem lenda í at­vinnu­leysi. En við erum að vinna að því um þess­ar mund­ir að greina þenn­an hóp og skoða til hvaða úrræða hægt er að grípa. Það fyrsta sem manni dett­ur í hug er það sem gert var af­skap­lega vel 2008, að styrkja fólk til að sækja sér end­ur­mennt­un og mennta sig inn í nýj­ar grein­ar. Það er eitt af því sem við mun­um að sjálf­sögðu skoða þegar við erum búin að greina þenn­an hóp bet­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert