Óvissa um flugelda á menningarnótt

Á áramótum við Hallgrímskirkju.
Á áramótum við Hallgrímskirkju. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vildum vekja máls á þessu af því okkur finnst það mikilvægt og líka til að geta farið að hugsa um það hvað gæti mögulega komið í staðinn.“

Þetta segir Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Rætt hefur verið innan borgarkerfisins hvort flugeldasýningin á menningarnótt í ágúst verði hugsanlega sú síðasta. Hugmyndir í þá veruna tengjast umræðu um umhverfismál og áhrifum flugelda á heilsu astmasjúklinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert