Stefnt fyrir ummæli annarrar manneskju

Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan. Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt …
Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan. Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt Sigmari en ekki Helga eftir viðtal sem þeir tóku við Aldísi Schram, dóttur Jóns, í janúar.

„Mér finnst áhuga­vert að hann er að stefna mér fyr­ir um­mæli annarr­ar mann­eskju,“ seg­ir Sig­mar Guðmunds­son, þátta­stjórn­andi í Morg­unút­varp­inu á Rás 2. Jón Bald­vin Hanni­bals­son hef­ur stefnt Sig­mari og kref­ur hann um 2,5 millj­ón­ir króna. 

Jón Bald­vin stefn­ir einnig dótt­ur sinni Al­dísi Schram vegna um­mæla henn­ar í Morg­unút­varp­inu 17. janú­ar. Jón Bald­vin ger­ir ekki fjár­kröf­ur á hend­ur Al­dísi held­ur krefst þess að um­mæl­in, níu úr Morg­unút­varp­inu og ein af Face­book, verði dæmd dauð og ómerk.

Sig­mari er stefnt fyr­ir fern um­mæli úr þætt­in­um en hann seg­ir þau end­ur­sögn á um­mæl­um Al­dís­ar í viðtal­inu og um­mæli sem hún hafði birt op­in­ber­lega á Face­book og aðrir miðlar höfðu vitnað til.

„Ég hélt að það væri búið að margstaðfesta það að frétta­menn eru ekki ábyrg­ir fyr­ir um­mæl­um annarra,“ seg­ir Sig­mar.

Hann og Helgi Selj­an ræddu við Al­dísi en Jón Bald­vin stefn­ir Helga ekki. Þátta­stjórn­end­ur buðu Jóni Bald­vin að koma í Morg­unút­varpið en því boði svaraði hann aldrei. Rúm­um tveim­ur vik­um síðar var rætt við hann í Silfr­inu á RÚV.

Sig­mar seg­ir að málið snúi að lang­mestu leyti að Al­dísi og er ró­leg­ur. 

„Það kæmi mér mjög á óvart ef það er hægt að sak­fella blaðamann fyr­ir það að hafa rétt eft­ir ann­arri mann­eskju eða vera gerður ábyrg­ur fyr­ir um­mæl­um annarr­ar mann­eskju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert