Uppgjörið 500 milljónum undir áætlun

Á Laugavegi. l
Á Laugavegi. l mbl.is/Ómar Óskarsson

Þriggja mánaða uppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar sem lagt var fram í borgarráði í gær var 508 milljónum lakara en gert var ráð fyrir í áætlunum.

Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á fundinum kom fram að skuldir og skuldbindingar hefðu hækkað um 4.304 milljónir frá áramótum eða rúman milljarð á mánuði. Sjálfstæðismenn hvöttu til þess að áætlanir Reykjavíkurborgar yrðu endurskoðaðar líkt og ríkið hefur gert. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi er ósáttur við að borgin sé ekki farin að skoða breytingar á áætlunum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að taka þurfi þriggja mánaða uppgjörinu með varúð en gæta þurfi að útgjaldahliðinni og tryggja að tekjur skili sér auk þess þurfi stjórnendur að halda vöku sinni og fylgjast með þróuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert