Ánægja með framfarir mjaldrasystranna

Frá komunni til Vestmannaeyja hafa systurnar dvalið í sérstakri umönnunarlaug …
Frá komunni til Vestmannaeyja hafa systurnar dvalið í sérstakri umönnunarlaug þar sem þær munu venjast breyttum aðstæðum næstu vikurnar. Ljósmynd/Sea Life Trust

Tíu dagar eru liðnir frá því að mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít fluttu í nýju heimkynnin sín í Vestmannaeyjum. Aðlögunin gengur vel, að því er fram kemur á Facebook-síðu Sea Life Trust, sem sá um flutning þeirra til landsins. Samtökin sjá jafnframt um umönnun systranna í Vestmannaeyjum. 

Litla-Hvít og Litla-Grá koma alla leið frá sæ­dýrag­arðinum Chang­feng Oce­an World í Sj­ang­hæ, þar sem þær hafa skemmt al­menn­ingi síðan þær voru fangaðar við Rúss­land árið 2011. Þá voru þær ein­ung­is 2-3 ára gaml­ar en vera þeirra í Vest­manna­eyj­um gæti orðið löng, þar sem mjaldr­ar geta náð 40-50 ára aldri.

Frá komunni til Vestmannaeyja hafa systurnar dvalið í sérstakri umönnunarlaug þar sem þær munu venjast breyttum aðstæðum næstu vikurnar. Þjálfarar þeirra vinna nú baki brotnu við að undirbúa þær und­ir nýj­ar aðstæður í Kletts­vík í Vest­manna­eyj­um, þar sem sjór­inn er kald­ari en þeir hafa van­ist.

Litla-Grá og Litla-Hvít nærast vel enda éta þær um þrjátíu kíló á dag og er uppistaðan í fæðunni síld og loðna. Dýralæknar og umsjónarmenn mjaldranna segjast ánægð með þær framfarir sem systurnar hafa náð frá því að þær komu fyrst í laugina.

Hér má sjá skemmtilega samantekt af ferðalagi mjaldranna frá Kína til Íslands fyrir tíu dögum: 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert