Áslaug Thelma stefnir Orku náttúrunnar

Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur stefnt Orku náttúrunnar.
Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur stefnt Orku náttúrunnar. Ljósmynd/Orka náttúrunnar

Fyrr­ver­andi starfsmaður Orku nátt­úr­unn­ar, Áslaug Thelma Ein­ars­dótt­ir, hef­ur lagt fram stefnu á hend­ur Orku nátt­úr­unn­ar (ON) fyr­ir að hafa mis­munað henni í laun­um á grund­velli kyns og þá krefst hún bóta fyr­ir ólög­mæta upp­sögn. Þetta kom fram í frétt­um RÚV í kvöld.

ON vís­ar ásök­un­um Áslaug­ar Thelmu á bug í til­kynn­ingu á vef fyr­ir­tæk­is­ins og kveðst „taka til varna fyr­ir dóm­stól­um enda voru greidd óskert laun á samn­ings­bund­um upp­sagn­ar­fresti og rétt staðið að samn­ingi um ráðning­ar­kjör í upp­hafi“.

Ei­rík­ur Hjálm­ars­son, upp­lýs­inga­full­trúi Orku­veitu Reykja­vík­ur, seg­ir í sam­tali við mbl.is að fyr­ir­tækið tjái sig ekki frek­ar um stefn­una á þessu stigi og vís­ar í yfi­lýs­ingu ON. Þá hef­ur Áslaug Thelma neitað að ræða við fjöl­miðla í kvöld vegna stefn­unn­ar. 

Deilt um upp­sögn

Áslaugu Thelmu var sagt upp störf­um haustið 2018, en hún hafði gegnt stöðu for­stöðumanns ein­stak­lings­markaðar hjá fyr­ir­tæk­inu sem er dótt­ur­fé­lag Orku­veitu Reykja­vík­ur. Fram hef­ur komið í tölvu­póst­um milli Sig­urðar G. Guðjóns­son­ar, lög­manns Áslaug­ar Thelmu, og Helgu Jóns­dótt­ur, starf­andi for­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur, að upp­sögn­in hafi verið vegna frammistöðuvanda.

Áslaug Thelma hef­ur hins veg­ar sagt upp­sögn sína tengda sam­töl­um við starfs­manna­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins og kvört­un vegna óviðeig­andi fram­komu fram­kvæmda­stjóra Orku nátt­úr­unn­ar, Bjarna Más Júlí­us­son­ar. Hon­um var vikið úr starfi tveim­ur dög­um eft­ir upp­sögn Áslaug­ar Thelmu.

Upp­sögn Áslaug­ar Thelmu var met­in lög­mæt sam­kvæmt niður­stöðu út­tekt­ar á starfs­manna­mál­um Orku­veitu Reykja­vík­ur voru kynnt­ar í nóv­em­ber á síðasta ári. Þó var einnig kom­ist að þeirri niður­stöðu að hún hafi átt að fá skrif­lega skýr­ingu á upp­sögn­inni þegar hún átti sér stað, sem hún fékk ekki fyrr en nokkru síðar.

ON tek­ur til varna

Í til­kynn­ingu ON seg­ir að Áslaug Thelma geri tvær kröf­ur gagn­vart fyr­ir­tæk­inu. „Ann­ar­s­veg­ar að viður­kennt verði að Orka nátt­úr­unn­ar hafi mis­munað henni í laun­um á grund­velli kyns og vara­krafa er að fyr­ir­tækið sé bóta­skylt vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar henn­ar. Orka nátt­úr­unn­ar hafn­ar báðum þess­um kröf­um og hef­ur falið lög­manni fyr­ir­tæk­is­ins að taka til varna.“

„Síðari hluta árs 2018 var gerð ít­ar­leg út­tekt af óháðum sér­fræðing­um á starfs­lok­um Áslaug­ar Thelmu, ásamt því að Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands gerði rann­sókn á vinnustaðar­menn­ingu inn­an Orku­veitu Reykja­vík­ur og dótt­ur­fé­laga. Niðurstaða út­tekt­ar­inn­ar var að upp­sögn­in var rétt­mæt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Segj­ast hafa upp­lýst Áslaugu Thelmu um launa­kjör­in

ON seg­ist hafa verið „í fremstu röð við að upp­ræta kyn­bund­inn launamun og auka áhrif kvenna í stjórn­un fyr­ir­tæk­is­ins“. Auk þess sem bent er á að jafn­launa­kerfi þess hef­ur borið gull­merki PwC um ára­bil og nýt­ur viður­kenn­ing­ar Jafn­rétt­is­stofu.

„Í stefn­unni eru laun Áslaug­ar Thelmu bor­in sam­an við laun eins karl­kyns stjórn­anda í stöðu for­stöðumanns hjá fyr­ir­tæk­inu en al­veg er sleppt sam­an­b­urði við aðra for­stöðumenn, karla jafnt sem kon­ur. Mis­mun­andi kjör þess­ara tveggja áttu sér mál­efna­leg­ar ástæður, sem stefn­and­inn hef­ur fengið skrif­leg­ar út­skýr­ing­ar á.“

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON.
Berg­lind Rán Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ON. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Von­ast eft­ir skjót­um fram­gangi

„Ég vonaði að þegar niður­stöður ít­ar­legr­ar óháðrar út­tekt­ar sér­fræðinga lágu fyr­ir að full­nægj­andi skýr­ing­ar hefðu feng­ist um þetta starfs­manna­mál. Það er því afar leitt að standa enn í þess­um spor­um því þessi átök taka auðvitað á alla hlutaðeig­andi, einnig starfs­fólk Orku nátt­úr­unn­ar,“ er haft eft­ir Berg­lindi Rán Ólafs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra ON, í til­kynn­ing­unni.

„Fyrst málið er komið er komið í þenn­an far­veg, von­ast ég til þess að það fái skjót­an fram­gang sem marki þá enda­lok þess,“ seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert