Barbí-brúnkulyf í umferð

Ekki er mælt með lyfinu.
Ekki er mælt með lyfinu.

Ólöglega lyfið Melanotan, sem gengur hefur undir nafninu Barbí-lyf, er í umferð hér á landi. Melanotan er sprautað undir húð á maga og dekkir húðina en því fylgja ýmsar aukaverkanir og langtímaáhrifin eru ókunn.

Ung móðir í Reykjavík hefur notað lyfið af og til í níu ár og segir frá reynslu sinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

„Ég prófaði þetta fyrst í níunda bekk,“ segir konan sem ekki vill koma fram undir nafni. „Manni finnst maður sætari ef maður er brúnn. Maður getur alveg orðið pínu háður þessu og þá þarf maður að fara að passa sig.“

Jenna Huld Eysteinsdóttir, sérfræðingur í húðlækningum, hefur áhyggjur af notkun lyfsins.

„Mestu áhyggjurnar eru að með því að örva litarfrumurnar gætu myndast sortuæxli en þau koma frá þessum sömu frumum,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert