Ferðahegðun er í framför

Öryggi á ferðalögum var kynnt ferðafólki af björgunarsveitarmönnum sem fara …
Öryggi á ferðalögum var kynnt ferðafólki af björgunarsveitarmönnum sem fara á hálendið. mbl.is/​Hari

Fé­lag­ar úr Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg stóðu vakt­ina í gær á um 60 viðkomu­stöðum ferðamanna víða um land og ræddu þar við fólk sem var á leiðinni í frí um ábyrg­an akst­ur. Einnig var af­hent fræðslu­efni um ör­ugga ferðahegðun.

Hóp­ar björg­un­ar­sveita­fólks sem sinna Há­lendis­vakt­inni lögðu svo upp frá Olís í Norðlinga­holti í Reykja­vík síðdeg­is í gær. Í sum­ar verður vakt að Fjalla­baki, í Nýja­dal á Sprengisandi og Drekagili í Öskju. Auk þess verður mann­skap­ur í Skafta­felli í Öræf­um.

„Ferðahegðun fólks hef­ur tekið fram­förum á und­an­förn­um árum og al­mennt erum við líka betri og ör­ugg­ari bíl­stjór­ar en var. Sér­stak­lega tel ég að ungt fólk sé ábyrg­ara í um­ferðinni en var fyr­ir ekki svo mörg­um árum. Þá sýn­ir töl­fræðin okk­ur að þó er­lend­um ferðamönn­um sem koma til Íslands hafi fjölgað mikið þá fækk­ar slys­um og óhöpp­um. Það á jafnt við um þá sem ferðast á bíl, reiðhjóli, ganga eða hvað skal nefna,“ seg­ir Þór Þor­steins­son, formaður Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.

Líðandi sum­ar verður það 14. sem Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg held­ur úti Há­lendis­vakt­inni, sem stend­ur til ág­ústloka og venju­lega hef­ur verið haldið af stað í júlíbyrj­un, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um fram­tak þetta íM­orgu­blaðinu í dag.

Þór Þorsteinsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Þór Þor­steins­son er formaður Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert