Ferðahegðun er í framför

Öryggi á ferðalögum var kynnt ferðafólki af björgunarsveitarmönnum sem fara …
Öryggi á ferðalögum var kynnt ferðafólki af björgunarsveitarmönnum sem fara á hálendið. mbl.is/​Hari

Félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg stóðu vaktina í gær á um 60 viðkomustöðum ferðamanna víða um land og ræddu þar við fólk sem var á leiðinni í frí um ábyrgan akstur. Einnig var afhent fræðsluefni um örugga ferðahegðun.

Hópar björgunarsveitafólks sem sinna Hálendisvaktinni lögðu svo upp frá Olís í Norðlingaholti í Reykjavík síðdegis í gær. Í sumar verður vakt að Fjallabaki, í Nýjadal á Sprengisandi og Drekagili í Öskju. Auk þess verður mannskapur í Skaftafelli í Öræfum.

„Ferðahegðun fólks hefur tekið framförum á undanförnum árum og almennt erum við líka betri og öruggari bílstjórar en var. Sérstaklega tel ég að ungt fólk sé ábyrgara í umferðinni en var fyrir ekki svo mörgum árum. Þá sýnir tölfræðin okkur að þó erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands hafi fjölgað mikið þá fækkar slysum og óhöppum. Það á jafnt við um þá sem ferðast á bíl, reiðhjóli, ganga eða hvað skal nefna,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Líðandi sumar verður það 14. sem Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur úti Hálendisvaktinni, sem stendur til ágústloka og venjulega hefur verið haldið af stað í júlíbyrjun, að því er fram kemur í umfjöllun um framtak þetta íMorgublaðinu í dag.

Þór Þorsteinsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Þór Þorsteinsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert