Fjöldi kvartana vegna lyktarmengunar

Lífræni úrgangurinn fer í jarðgerðarstöð í framtíðinni.
Lífræni úrgangurinn fer í jarðgerðarstöð í framtíðinni. mbl.is/Styrmir Kári

Fjöldi kvartana barst Sorpu í vor vegna lyktarmengunar frá urðunarstöð í Álfsnesi á Kjalarnesi. Umræða um lyktarmengunina hófst fyrir um sjö árum en Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að þetta vor hafi verið sérstaklega slæmt.

„Veðrið hefur verið okkur mjög óhagstætt, þegar það er hiti og hægur vestanvindur þá er erfitt að eiga við þetta. Þegar það er svona heitt í veðri þá hjálpast þetta allt að við að gera þetta erfitt.“

Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til að sporna við menguninni.

„Við höfum verið að dæla ógrynni af sjó með lyktarefnum yfir úrganginn til þess að reyna að draga úr lyktinni. Svo er verklagið þannig að við tökum ekki við ákveðnum tegundum af úrgangi eftir hádegi á föstudögum þannig að það sé alveg örugglega hægt að loka öllu. Síðan er farið um staðinn og reynt að finna út úr því hvort einhvers staðar hafi rofnað yfirborð eða eitthvað slíkt svo við reynum að lágmarka þetta eins og við mögulega getum,“ segir Björn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert