Myndi víða leiða til tekjutaps fyrir björgunarsveitir

Flugeldasýningin á Þjóðhátíð í Eyjum er jafnan tilkomumikið sjónarspil. Hún …
Flugeldasýningin á Þjóðhátíð í Eyjum er jafnan tilkomumikið sjónarspil. Hún verður á sínum stað í ár. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Einstakar björgunarsveitir víða um landið yrðu fyrir talsverðu tekjutapi, yrðu flugeldasýningar um landið lagðar af. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að til umræðu væri hjá Reykjavíkurborg að flugeldasýningin á Menningarnótt 2019 gæti orðið sú síðasta.

Sú hugmynd er tilkomin vegna umræðu um umhverfismál og áhrif flugelda á heilsufar fólks vegna áhrifa á loftgæði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að björgunarsveitir á viðkomandi stöðum um landið sjái um flugeldasýningarnar, en Landsbjörg útvegi þeim flugelda og flytji þá inn. „Ég held það sé ekki haldin sýning í landinu nema sveitirnar okkar komi nálægt því,“ segir Jón Ingi, en flugeldasýningar eru meðal helstu tekjulinda sveitanna. „Það er liður í fjáröflun sveitanna að skjóta upp þessum sýningum og það yrði tekjutap hjá þeim sveitum,“ segir hann.

Umræða um heilsufarsafleiðingar flugelda hefur sprottið upp í kringum undanfarin áramót. Starfshópur á vegum umhverfisráðherra sem skila átti tillögum fyrir 15. febrúar sl., um hvort og með hvaða hætti takmarka ætti notkun flugelda, hefur ekki enn skilað niðurstöðum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert