Heildarsamtök á vinnumarkaði hafa nú fengið til undirritunar endurskoðað samkomulag um útvíkkað hlutverk Þjóðhagsráðs og er gert ráð fyrir að það taki til starfa í haust.
ASÍ hefur þegar undirritað samning þessa efnis. Fulltrúar launþega neituðu að taka þátt í störfum ráðsins á fyrstu árum þess en nú er gert ráð fyrir að auk stjórnvalda og Seðlabankans sitji fulltrúar ASÍ, BSRB, BHM og Kennarasambandsins auk SA í ráðinu.
Þá hefur forsætisráðherra sent samtökum launafólks og Sambandi íslenskra sveitarfélaga minnisblað um grænbók, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.