Greiðsluþátttaka enn í ráðuneytinu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir breytingum á reglugerð vegna …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir breytingum á reglugerð vegna barna sem falla utan greiðsluþátttöku SÍ vegna tannréttinga. Enn er unnið að því í ráðuneytinu. mbl.is/Eggert

Enn er unniðað því í heilbrigðisráðuneytinu að finna leiðir til þess að móta sértækar aðgerðir fyrir börn sem fæðast með klofinn góm en falla utan falla utan greiðsluþátttöku, að því er fram kemur í skriflegu svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Ekki kemur fram hvenær megi búast við aðgerðum í þágu þessara barna og foreldra þeirra þrátt fyrir að spurt sé um það í fyrirspurninni sem lögð var fram um miðjan maímánuð.

Þá segir að „þörf barna sem fædd eru með skarð er misjafnlega mikil, sum þurfa umfangsmiklar tannréttingar en önnur engar. Til að gæta að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga þarf að meta sértækar aðgerðir til að bæta stöðu þeirra barna sem fæðast með klofinn góm en falla utan falla utan greiðsluþátttöku með heildstæðum hætti og er sú vinna í gangi í heilbrigðisráðuneyti.“

Synjun leiddi til breytinga

Í fyrra fjallaði Morgunblaðið um að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafi synjað foreldrum níu ára drengs um greiðsluþátttöku vegna tannréttingarmeðferð. Taldi móðir drengsins, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, að SÍ væri að fara gegn yfirlýsingu ráðherrans á Alþingi frá september 2018 þegar Svandís sagðist vilja leiðrétta það að börnum væri mismunað eftir því hvort þau fæðast með skarð í vör og/eða gómi.

Kvaðst ráðherrann hafa óskað sérstaklega eftir því í ráðuneytinu að gerð yrði breyting á reglugerð í því skyni. Daginn eftir birtist svo frétt á vef ráðuneytisins um endurskoðun reglugerðar.

Endurskoðun skilaði ekki greiðsluþátttöku

Í maí var sagt frá því að þrátt fyrir breytingu á reglugerð hafi foreldrum drengsins verið synjað um greiðsluþátttöku af SÍ. Í kjölfar umfjöllunarinnar hafði Svandís samband við Ragnheiði.

„Hún vildi full­vissa mig um það að það væri verið að vinna í þessu í ráðuneyt­inu. Þetta væri vegna stofn­anatregðu sem ætti ekki að líðast,“ var haft eftir Ragnheiði í Morgunblaðinu í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert