Verðlaunuð fyrir hugbúnað sinn

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, Elinóra Inga Sigurðardóttir og Kristín Brynja Gunnarsdóttir
Margrét Vilborg Bjarnadóttir, Elinóra Inga Sigurðardóttir og Kristín Brynja Gunnarsdóttir Ljósmynd/Aðsend

Margrét Vilborg Bjarnadóttir hlaut alþjóðleg verðlaun á þingi Heimssamtaka frumkvöðla og uppfinningakvenna GWIIN, sem fram fór í London 27. – 28. júní. Hún hlaut fyrstu verðlaun í flokknum, overall platinum inventor winner of the year 2019, fyrir hugbúnað. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Nýsköpun Margrétar heitir Payanalitics sem er hugbúnaðarlausn sem framkvæmir launagreiningar, skoðar áhrif launaákvarðana og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. 

Auk hennar voru einnig Kristín Brynja Gunnarsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir heiðraðar. Þess má geta að í fyrra hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir þessi sömu verðlaun fyrst íslenskra kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert