Brottvísun frestað vegna kvíða barns

Brottvísun afgansks föður og tveggja sona hans hefur verið frestað tímabundið vegna veikinda annars barnanna, en samkvæmt samtökunum No Borders Iceland sagði geðlæknir á bráðamóttöku barna stoðdeildarlögreglumanni að ekki væri mögulegt að vísa barni, sem sé svo alvarlega þjakað af kvíða, úr landi.

Brottvísun Asadollah og sona hans, sem eru 9 og 10 ára gamlir, fer líklega fram síðar í vikunni samkvæmt færslu No Borders Iceland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert