Eiga réttindin vegna reglugerðar

Eldri borgarar.
Eldri borgarar. mbl.is/​Hari

Nokkur hópur Íslendinga á lífeyrisréttindi hjá SL Lífeyrissjóði, áður Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda (SL), vegna reglugerðar sem var sett af félagsmálaráðuneytinu á miðjum níunda áratug síðustu aldar.

Sumir sem eru komnir á efri ár starfsævinnar, og farnir að spá í lífeyrismálin, hafa tekið eftir því að þeir eigi umrædd réttindi, en kannast kannski ekki við að hafa greitt til SL lífeyrissjóðs.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag útskýrir Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri SL, að þetta tengist því þegar ríkið ákvað að hætta að greiða orlofsgreiðslur með ávísunum einu sinni á ári.

„Á árum áður voru gefnar út orlofsávísanir einu sinni á ári til þeirra sem voru ekki fastráðnir hjá ríkinu. Ríkið ákvað í kringum 1987 að hætta þessu kerfi,“ segir hann en nú eru orlofsgreiðslur ýmist lagðar inn á þar til gerðan orlofsreikning eða greiddar samhliða mánaðarlaunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert