Ganga frá fjöru til fjöru

Kristinn og Kristján ætla að ganga 500 kílómetra Öræfaleið.
Kristinn og Kristján ætla að ganga 500 kílómetra Öræfaleið. Ljósmynd/Andri Geir

Fé­lag­arn­ir Krist­inn Birk­is­son og Kristján Helgi Carrasco, hófu í gær lang­ferð sín­ar þvert yfir landið, frá austri til vest­urs. Ætla þeir að ganga yfir 500 kíló­metra af óbyggðum, víðáttu og marg­breyti­legri nátt­úru, en leiðin nefn­ist Öræfa­leið og hef­ur ekki verið geng­in áður. 

Ljós­mynd/​Andri Geir

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Krist­inn að hug­mynd­in hafi kviknað síðasta haust þegar þeir lásu um Öræfa­leiðina í tíma­rit­inu Úti. 

„Þeir voru að leit­ast eft­ir fyrstu göngu­mönn­um til að ganga þessa leið og við urðum mjög spennt­ir fyr­ir því og ákváðum að taka okk­ur til og labba þessa leið í sum­ar,“ seg­ir Krist­inn. 

Fé­lag­arn­ir hafa verið dug­leg­ir að fara í göngu­ferðir und­an­far­in ár en segja Öræfa­leiðina vera þá fyrstu sem sé svo löng. 

Þeir áætla að gang­an taki um 30 daga og stefna á að ganga um 20 kíló­metra á dag. Þeir koma til með að gista sum­ar næt­ur í tjaldi og aðrar í þeim skál­um sem finna má á há­lend­inu á leiðinni og að all­ar mat­ar­send­ing­ar verði af­hend­ar í skál­um.  

Félagarnir með kort af öræfaleið.
Fé­lag­arn­ir með kort af ör­æfa­leið. Ljós­mynd/​Andri Geir

Leið þeirra ligg­ur frá Lóni fyr­ir aust­an, upp Lóns­ör­æfi í allri sinni dýrð, norður fyr­ir Vatna­jök­ul og upp í Öskju. Þaðan er stefn­an tek­in niður í Gæsa­vötn, um Von­ar­sk­arð og inn í Nýja­dal. Því næst er gengið Suður fyr­ir Hofs­jök­ul um Þjórsár­ver og þaðan í Kerl­inga­fjöll.

Næsti legg­ur leiðir þá yfir á Kjal­veg hinn forna, í Hvítár­nes. Frá Hvítár­nesi er haldið upp í og norður fyr­ir Jarlhett­urn­ar. Suður fyr­ir Lang­jök­ul, á milli Lang­jök­uls og Þóris­jök­uls. Frá Þóris­dal er gengið í Húsa­fell. Síðan er leiðin kláruð ofan í Borg­ar­fjörðinn. Þá hafa þeir gengið frá fjöru í austri yfir í fjöru í vestri.

Öræfaleið.
Öræfa­leið. Ljós­mynd/Ú​ti

Strák­arn­ir segj­ast spennt­ir fyr­ir því að prufu­ganga Öræfa­leiðina. 

„Það er fólk sem labb­ar part og part úr svipaðri leið og við vit­um um ein­hverja sem hafa labbað yfir há­lendið en kannski aðra leið eins og horn úr horni eða frá suðri til norðurs. Við vit­um ekki til þess að nokk­ur ann­ar hafi labbað þessa leið sem kölluð er ör­æfa­leið,“ seg­ir Krist­inn. 

Hér má fylgj­ast með Krist­inni og Kristjáni á Öræfa­leið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert