Herjólfur verði áfram í Vestmannaeyjahöfn

Bæjarstjórn Vestmannaeyja vill Herjólf áfram í Vestmannaeyjahöfn í nýju hlutverki.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja vill Herjólf áfram í Vestmannaeyjahöfn í nýju hlutverki.

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti samhljóða síðastliðinn fimmtudag tillögu þess efnis að gamli Herjólfur verði áfram staðsettur í Vestmannaeyjahöfn verði hann nýtt skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna.

Þá yrðu höfuðstöðvar skólans staðsettar í Vestmannaeyjum, samkvæmt tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

„Sú ráðstöfun væri bæði skynsamleg og í takt við stefnu stjórnvalda, bæði sökum hlutfallslegrar stærðar fagstéttarinnar í samfélaginu og nálægðar við útgerð og vinnslu,“ segir í tillögunni.

Hvalasundlaugin notuð til björgunaræfinga

Þá sé í Vestmannaeyjum öflugt fræðasamfélag sem geti nýst við kennslu, nýsköpun og eflingu fræðslunnar. „Góðar námsaðstæður eru einnig fyrir hendi í sveitarfélaginu og m.a. gæti stór og glæsileg hvalasundlaug boðið upp á einstaka möguleika sem aðstaða til björgunaræfinga úr sjó.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert