Ný rannsókn bendir til þess að ungmenni séu þrátt fyrir reglulega íþróttaiðkun þreklítil og með of háa fituprósentu.
40% þeirra ungmenna sem tóku þátt í rannsókninni og stunduðu íþróttir við sautján ára aldur féllu í áhættuflokk fyrir lífsstílstengda sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdóma.
„Við gætum spurt okkur: Gæti verið að kyrrseta sé svo mikil milli æfinga að æfingarnar dugi ekki til að halda holdafari ákjósanlegu og þreki góðu? Gæti verið að fæðuval sé svo slæmt að regluleg íþróttaiðkun vinni ekki gegn þessari umframfitusöfnun?“ spyr íþróttafræðingurinn Selmdís Þráinsdóttir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.