Landverðir í friðlandinu að Fjallabaki, hvar utanslóðarhjólreiðar í Sveinsgili skyldu eftir sig slóð, munu kanna umfang skemmda á svæðinu á morgun. Landvörður segir að sérstakar reglur lúti um málið þar sem um sé að ræða náttúruspjöll innan friðlands.
„Við höfum ekki haft tök á að fara á staðinn og skoða þetta en við höfum fengið ábendingar. Við munum fara á staðinn á morgun og skoða þetta og meta skemmdirnar og sjá hvað sé hægt að gera til að laga þær innan friðlandsins,“ segir Nína Aradóttir, landvörður.
Nína segir málið vera til skoðunar hjá Umhverfisstofnun sem hefur sérstaka umsjón með svæðinu.
„Þetta eru náttúrulega náttúruspjöll innan friðlands þannig að Umhverfisstofnun er með málið til skoðunar og mun kanna hvað verður gert í þessu máli. Það gilda sérstakar reglur um svona tilvik.“