Leita eftir rekstraraðila í stað WOW

Reiðhjólaleiga í miðbænum.
Reiðhjólaleiga í miðbænum. mbl.is/​Hari

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að auglýsa eftir aðilum til þess að reka deilihjólaleigu í borginni. Aðkoma borgarinnar verður fyrst og fremst fólgin í að skapa aðstöðu og leggja til land, en rekstraraðilum látið eftir að sjá um uppsetningu og allan rekstur.

Á vefsíðu opinberra útboða kemur m.a. fram að framlag borgarinnar til verkefnisins verði að hámarki sem nemur fimm milljónum króna á ári, að því er fram kemur  í Morgunblaðinu í dag.

Síðastliðin ár sá flugfélagið WOW air um rekstur deilihjólaleigunnar, en flugfélagið varð gjaldþrota í vor og því er leitað eftir nýjum aðila til að reka hjólaleiguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert