Notkun samfélagsmiðla mest á Íslandi

Íslendingar eru virkir á samfélasgmiðlum, samkvæmt Eurostat.
Íslendingar eru virkir á samfélasgmiðlum, samkvæmt Eurostat.

Notkun samfélagsmiðla mælist hæst á Íslandi meðal EES-landa og aðildarríkja Evrópusambandsins. Áætlað er að um 91% Íslendinga noti samfélagsmiðla en næstmest notkun mældist í Noregi, þar sem áætlað er að um 82% landsmanna noti samfélagsmiðla.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Í umfjöllun um þær í Morgunblaðinu í dag segir Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og ráðgjafi hjá Streituskólanum, að notkun samfélagsmiðla þurfi ekki endilega að vera neikvæð:

„Það er ýmislegt neikvætt og annað jákvætt við notkunina. Það er svo margt í dag sem við getum séð inni á samfélagsmiðlum – við getum fylgst með fjölskyldunni og fréttamiðlum þar til dæmis,“ segir hún.

Metnotkun er hjá Íslendingum á aldrinum 65 til 74 ára í samanburði við aðrar þjóðir. Samkvæmt rannsókninni nota 65% Íslendinga í þeim aldurshópi samfélagsmiðla, en meðaltal Evrópusambandsþjóða var 19% í sama flokki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert