Sólin lét oft sjá sig en metið féll ekki

Sólskin í Hafnarstræti.
Sólskin í Hafnarstræti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sólarstundir í Reykjavík í júnímánuði voru margar í sögulegu ljósi, þó að metið yfir sólarstundir frá upphafi hafi ekki fallið.

„Það er nú merkilegt út af fyrir sig að stundirnar hafi farið yfir þrjú hundruð,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í Morgunblaðinu í dag, spurður um sólarstundirnar í júnímánuði.

Um miðja síðustu viku höfðu mælst 296,3 sólarstundir í Reykjavík og vantaði þá 42 stundir til að jafna júnímetið frá 1928.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert