Búin að hlaða batteríin og komin af stað

Veiga er komin aftur af stað eftir hvíldardaga.
Veiga er komin aftur af stað eftir hvíldardaga. mbl.is/RAX

Kaj­akræðar­inn Veiga Grét­ars­dótt­ir sem rær um þess­ar mund­ir rang­sæl­is í kring­um landið, er komin aftur af stað eftir hvíldardaga í Reykjavík sök­um veik­inda og lús­mýs. 

Veiga hélt af stað frá Vík í Mýrdal í morgun og stefnir á að róa inn að Höfn í Hornafirði um helgina. Takist það mun hún þá hafa lokið suðurströndinni sem þykir erfiðasti kafli leiðarinnar og verður hún þá rúmlega hálfnuð með leiðina alla, en Veiga lagði upp frá Ísaf­irði þriðju­dag­inn 14. maí. 

Veiga hefur náð að jafna sig vel og segist vera ánægð með að vera komin aftur af stað. Hún segir veðrið gott á suðurströndinni og drifkraftinn fyrir framhaldinu mikinn. 

„Þetta var erfitt, að koma sér af stað og í rútínu aftur. Í gær var ég varla að fara nenna þessu en það er gott að vera komin aftur af stað. Það þýðir ekkert annað en að vera bara bjartsýn. 

„Þetta eru góðar aðstæður í dag svo ég reyni að fara eins langt og ég get. Ég ætla að reyna að komast á Höfn um helgina, þá verð ég búin með leiðinlegasta og erfiðasta kaflann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka