Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út lista yfir umsækjendur um starf þjóðleikhússtjóra. Umsóknarfrestur var til 1. júlí, en skipað verður í embættið frá og með áramótum.
Sjö umsóknir bárust um stöðuna, frá fjórum konum og þremur körlum, og hefur þegar verið fjallað um nokkrar þeirra hér á mbl.is. Þá hafði nokkuð verið rætt um áhuga Brynhildar Guðjónsdóttur leikkonu á starfinu, en hún hafði hvorki gefið af eða á með það. Nú er hins vegar staðfest að hún sækist eftir starfinu.
Umsækjendur um starf þjóðleikhússtjóra eru:
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri
Guðbjörg Gústafsdóttir
Kolbrún K. Halldórsdóttir leikstjóri
Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri
Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur