Brynhildur meðal umsækjenda

Nýr þjóðleikhússtjóri tekur til starfa um áramót.
Nýr þjóðleikhússtjóri tekur til starfa um áramót. mbl.is/Eggert

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út lista yfir umsækjendur um starf þjóðleikhússtjóra. Umsóknarfrestur var til 1. júlí, en skipað verður í embættið frá og með áramótum.

Sjö umsóknir bárust um stöðuna, frá fjórum konum og þremur körlum, og hefur þegar verið fjallað um nokkrar þeirra hér á mbl.is. Þá hafði nokkuð verið rætt um áhuga Brynhildar Guðjónsdóttur leikkonu á starfinu, en hún hafði hvorki gefið af eða á með það. Nú er hins vegar staðfest að hún sækist eftir starfinu.

Umsækjendur um starf þjóðleikhússtjóra eru:

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri
Guðbjörg Gústafsdóttir
Kolbrún K. Halldórsdóttir leikstjóri
Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri
Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert