Mahdi og Ali boðið á sumarnámskeið

Ali Sarwari er til vinstri, 9 ára, og Mahdi er …
Ali Sarwari er til vinstri, 9 ára, og Mahdi er til hægri, 10 ára. Mahdi er sá sem er illa haldinn af kvíða vegna yfirvofandi brottvísunar úr landi. Hann var hjá geðlækni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mahdi Sarw­ari var hjá geðlækni í dag á Land­spít­al­an­um. Meðferðin er ekki sam­talsmeðferð hjá sál­fræðingi held­ur er henni ætlað, með öðrum leiðum en orðum vegna tungu­mála­örðug­leika, að róa 10 ára af­ganska dreng­inn, sem er illa hald­inn af kvíða vegna fyr­ir­hugaðrar brott­vís­un­ar hans og fjöl­skyldu hans úr landi.

Til stóð að vísa Sarw­ari-feðgun­um úr landi í blá­byrj­un mánaðar en af því varð ekki vegna þess að Mahdi þarfnaðist aðhlynn­ing­ar geðlækn­is vegna ofsa­kvíðans. Næst fer hann til lækn­is á föstu­dag­inn en ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar stend­ur þó óbreytt: feðgarn­ir fá ekki efn­is­lega meðferð.

Eft­ir að UNICEF gaf sig á tal við Reykja­vík­ur­borg um mál feðganna, hef­ur borg­in boðið þeim bræðrum Mahdi og Ali Sarw­ari að taka þátt í sum­ar­frí­stund­un­um í frí­stunda­miðstöð í Grafar­vogi. Sú fé­lags­miðstöð er í sam­starfi við skóla drengj­anna, Hamra­skóla, og þar fer fram eins kon­ar leikj­a­nám­skeið í þess­ari viku og næstu en hef­ur staðið í allt sum­ar. 

Laga­bók­staf­ur gefi svig­rúm til þess að leyfa þeim að vera

Í end­urupp­töku­beiðni þeirri sem Magnús Davíð Norðdahl lögmaður feðganna hef­ur sent kær­u­nefnd út­lend­inga­mála seg­ir að Mahdi glími við al­var­leg ein­kenni kvíða og dep­urðar auk ein­hverra áfalla­ein­kenna. Mat lækn­anna Þóru Krist­ins­dótt­ur og Ólafs Heiðars Þor­valds­son­ar sér­fræðilækn­is hafi verið á þá leið að Mahdi hafi upp­fyllt skil­merki þess sem á ensku heit­ir „depressi­ve ep­isode“ þegar hann frétti að hon­um ætti að vísa úr landi frá vin­um og skóla.

Magnús Davíð Norðdahl er lögmaður fjölskyldunnar.
Magnús Davíð Norðdahl er lögmaður fjöl­skyld­unn­ar. Ljós­mynd/​aðsent

Mat geðlækn­is og hjúkr­un­ar­fræðing á BUGL, barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans, hafi verið það að Mahdi sé ekki í ástandi til þess að fara í flug vegna van­líðunar og mik­ils kvíða.

Á þess­um grund­velli legg­ur Magnús fram end­urupp­töku­beiðnina til kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála en ekki ligg­ur fyr­ir hvenær hún mun vinna úr beiðninni. Útlend­inga­stofn­un hef­ur þegar synjað feðgun­um um efn­is­lega meðferð en í bréfi Magnús­ar til kær­u­nefnd­ar­inn­ar seg­ir að það væri „and­stætt lög­um og alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um ís­lenskra stjórn­valda að senda al­var­lega veik eða viðkvæm börn frá land­inu til Grikk­lands þar sem ógn­an­ir og of­beldi gagn­vart flótta­fólki hef­ur verið vax­andi vanda­mál.“

Magnús seg­ir í end­urupp­töku­beiðninni að 2 mgr. 36. gr. laga um út­lend­inga geti verið túlkuð í þessu til­viki sem gild ástæða til þess að taka mál feðganna til efn­is­legr­ar meðferðar hjá Útlend­inga­stofn­un en í þeirri máls­grein kem­ur meðal ann­ars fram að taka skuli um­sókn um alþjóðlega vernd „til efn­is­meðferðar ef út­lend­ing­ur­inn hef­ur slík sér­stök tengsl við landið að nær­tæk­ast sé að hann fái hér vernd eða ef sér­stak­ar aðstæður mæla ann­ars með því.“ Veik­indi drengs­ins og tengsl við landið geti gilt sem sér­stak­ar ákv­arðanir eins og hér er kveðið á um.

Magnús vill meina að vilji lög­gjaf­ans „til að út­víkka gild­is­svið ákvæðis­ins miðað við eldri fram­kvæmd og meta aðstæður í viðtöku­ríki með hliðsjón af aðstæðum ein­stak­lings“ liggi fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert