Áhættumatsnefnd matvæla skipuð

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði nefndina.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði nefndina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru og er hlutverk nefndarinnar að veita og hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, en þar segir að skipanin sé í samræmi við matvælalög og lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Skipan nefndarinnar er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda sem miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Áhættumatsnefndina skipa: 

  • Hrönn Ólína Jörundsdóttir formaður, tilnefnd af Matís
  • Jóhannes Sveinbjörnsson, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Charlotta Oddsdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum
  • Þórhallur Ingi Halldórsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, næringarfræðideild
  • Kamilla S. Jósefsdóttir, tilnefnd af Landlæknisembættinu, sóttvarnalækni
  • Rafn Benediktsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, heilbrigðisvísindasviði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka