Færri kjósa Ísland

Kona snýr baki við fossinum fræga rétt eins og einhverjir …
Kona snýr baki við fossinum fræga rétt eins og einhverjir ferðamenn hafa nú gert við land elds og ísa. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta virk­ar eins og svona 20-30 pró­sent fækk­un,“ seg­ir Svavar Njarðar­son, eig­andi Gull­fosskaff­is, spurður hvort hann finni fyr­ir því að ferðamönn­um hafi fækkað á svæðinu.

Rúm­lega 13% færri lögðu leið sína um Gullna hring­inn í maí og júní á þessu ári en árið áður, sam­kvæmt töl­um frá Vega­gerðinni. Svavar seg­ir að ís­lensk­um ferðamönn­um hafi þó fjölgað lít­il­lega. „Það er mjög ánægju­legt.“

Magnea Þórey Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir Hotels sem jafn­framt starf­rækja Hót­el Eddu og fleiri hót­el, treyst­ir ein­mitt á að Íslend­ing­ar muni leggja land und­ir fót í aukn­um mæli þetta sum­arið.

Sam­drátt­ur hef­ur orðið í bók­un­um hjá báðum keðjum, helst á lands­byggðinni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

„Við von­umst auðvitað til þess að all­ir noti tæki­færið og heim­sæki landið eitt­hvað. Við tök­um mið af bæði veður­spá og nýt­ingu okk­ar hót­ela á lands­byggðinni í verðlagn­ingu og erum dug­leg við að setja út góð verðtil­boð á netið þegar svo ber und­ir.“

Matt­hild­ur Phil­ipp­us­dótt­ir, eig­andi ferðaskrif­stof­unn­ar Fjalla­baks, finn­ur einnig fyr­ir sam­drætti.

„Það eru eitt­hvað færri bók­an­ir og ég held að ferðamönn­um hafi fækkað svo­lítið að Fjalla­baki. Í Land­manna­helli er til dæm­is venju­lega brjálæðis­lega margt fólk en þar er eng­in sér­stök ör­tröð núna,“ seg­ir hún.

Hjá ferðaþjón­ust­unni á Jök­uls­ár­lóni hef­ur ferðamönn­um fækkað að meðaltali um 40 dag­lega en rekstr­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir að það sé lítið í stóra sam­heng­inu enda heim­sæki um 1.100 manns ferðaþjón­ust­una dag­lega.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert