Gefa ekki út heilbrigðisvottorð

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ef fyrirtæki vilji fullvissa sig um …
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ef fyrirtæki vilji fullvissa sig um að aðbúnaður þeirra verkamanna sem þau leigja frá starfsmannaleigum sé í lagi, þurfi þau að kynna sér hann. mbl.is/Hari

„Það er aldrei búið að gefa þessu fyr­ir­tæki heil­brigðis­vott­orð,“ seg­ir Unn­ur Sverr­is­dótt­ir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar í sam­tali við mbl.is um mál­efni starfs­manna­leig­unn­ar Menn í vinnu og mat­sölu­fyr­ir­tæk­is­ins Eld­um rétt.

Fyr­ir­tækj­un­um hef­ur verið stefnt sam­eig­in­lega í máli fjög­urra rúm­enskra starfs­manna.

Kristó­fer Júlí­us Leifs­son, einn stofn­enda Eld­um rétt, hef­ur gert at­huga­semd­ir við vinnu­lag Vinnu­mála­stofn­un­ar og sagði í sam­tali við mbl.is í gær að starfs­manna­leig­an hefði sýnt fram á að hún væri búin að ganga frá samn­ing­um við Vinnu­mála­stofn­un um að allt væri „upp á tíu“ hvað starf­sem­ina snerti, þegar að Eld­um rétt ákvað að leigja starfs­menn­ina til sín.

Það gerði fyr­ir­tækið í janú­ar, að sögn Kristó­fers vegna mik­ill anna. Þá þegar hafði frétta­skýr­ing­arþátt­ur­inn Kveik­ur fjallað með ít­ar­leg­um hætti um mis­bresti í aðbúnaði og kjör­um verka­manna sem starfs­manna­leig­an Menn í vinnu hafði á sín­um snær­um.

Kristó­fer sagði að ákvörðun Eld­um rétt hafi verið „byggð á því að ef það væri rétt að menn hefðu verið í nauðung­ar­vinnu þá hefði ein­fald­lega verið búið að svipta þá starfs­leyfi“ og sagði Vinnu­mála­stofn­un hafa kastað mál­inu frá sér, þegar að það væri hún sem ætti að „tryggja að það sé allt í lagi.“

Ábyrgðin líka fyr­ir­tækj­anna

Unn­ur seg­ir í sam­tali við blaðamann að eft­ir­lit Vinnu­mála­stofn­un­ar með starfs­manna­leig­um á ís­lensk­um vinnu­markaði sé stöðugt í gangi.

Starfs­menn komi og fari og Vinnu­mála­stofn­un óski eft­ir ráðning­ar­samn­ing­um og launa­seðlum og þjón­ustu­samn­ing­um ef það sé tal­in ástæða til.

„Við höf­um gert at­huga­semd­ir í gegn­um tíðina við fullt af gögn­um sem við höf­um fengið frá þessu fyr­ir­tæki. Síðan koma gögn sem eru í lagi, en það er ekk­ert heil­brigðis­vott­orð,“ seg­ir Unn­ur.

Í apríl síðastliðnum lagði Vinnu­mála­stofn­un 2,5 millj­óna króna stjórn­valds­sekt á Menn í vinnu. Starfs­manna­leig­an hef­ur kært þá sekt­ar­ákvörðun og eng­in niðurstaða ligg­ur fyr­ir.

Hún seg­ir að ef fyr­ir­tæki vilji full­vissa sig um að aðbúnaður þeirra verka­manna sem þau leigja frá starfs­manna­leig­um sé í lagi, þurfi þau að kynna sér hann.

„Fyr­ir­tæki geta sjálf kallað eft­ir launa­seðlum og ættu sjálf að geta séð á reikn­ing­un­um frá starfs­manna­leig­unni hvort að þau telji vís­bend­ing­ar um að þetta séu laun sem eru í lagi. Eða þau geta spurt starfs­menn­ina sjálfa,“ seg­ir Unn­ur.

„Það eru ákveðnar skyld­ur á þeim líka. Heil­brigðis­vott­orð er ekki gefið út hér.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert