Breytingar á Bessastöðum

Til stendur að gera breytingar á bílastæðamálum og aðkomu að …
Til stendur að gera breytingar á bílastæðamálum og aðkomu að Bessastöðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bíla­stæði norðan og vest­an Bessastaðakirkju verða flutt yfir á túnið norðan við nú­ver­andi heim­reið og fjær for­seta­setr­inu. Þar eiga að verða um 110 bíla­stæði sem munu hafa grænt yf­ir­bragð og ætlað að vera áfram hluti af tún­um Bessastaða. Þá verður ör­ygg­is­hlið að for­seta­setr­inu fært fjær bygg­ing­un­um.

Breyt­ing­ar­til­laga á deili­skipu­lagi bæj­ar­ins þess efn­is var lögð fram í skipu­lags­nefnd Garðabæj­ar í gær. Mark­mið breyt­ing­anna er að sögn að bæta ör­yggi og aðgengi ferðamanna og annarra sem sækja Bessastaði heim.

Breikk­un heim­reiðar­inn­ar að Bessa­stöðum sum­arið 2018 var stöðvuð þegar forn­ar minj­ar og mann­vist­ar­leif­ar komu í ljós við jarðraskið. Var því ráðist í forn­leifa­út­tekt á svæðinu nú.

Á svæðinu sem fram­kvæmd­ir fóru fram á og breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags tek­ur til, voru þekkt­ar forn­leif­ar; bæj­ar­stæði Lambhúsa, túng­arður Lambhúsa, stjörnu­at­hug­un­ar­stöðin, skóla­veg­ur­inn, garðlag og forn­leif­ar sem fund­ust við rann­sókn 1998, að því er fram kem­ur í út­tekt­inni.

Svæðið sem breyt­ing­in nær til er tals­vert minna en fyrri til­lög­ur gerðu ráð fyr­ir, en það fer nú til aug­lýs­ing­ar þar sem leitað verður um­sagn­ar Minja­stofn­un­ar, Vega­gerðar­inn­ar og veitu­fyr­ir­tækja í sam­ræmi við skipu­lagslög.

Uppdráttur af fyrirhuguðu svæði.
Upp­drátt­ur af fyr­ir­huguðu svæði. Teikn­ing/​Garðabær
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert