Í hópi merkra þjóðgarða

Herðubreiðarlindir. Friðlandið við Herðubreið er nú innan þjóðgarðs.
Herðubreiðarlindir. Friðlandið við Herðubreið er nú innan þjóðgarðs. mblis/Sigurður Bogi Sævarsson

Vatna­jök­ulsþjóðgarður verður í hópi merk­ustu þjóðgarða heims, eins og til dæm­is Yellow­st­one í Banda­ríkj­un­um og Galapagos í Ekvador, ef um­sókn ís­lenskra stjórn­valda um skrán­ingu hans á heims­minja­skrá UNESCO verður samþykkt.

Greidd verða at­kvæði um nýja minj­astaði á ráðstefnu í dag. Miðað við þær und­ir­tekt­ir sem um­sókn­in hef­ur fengið er bú­ist við að skrán­ing­in tak­ist.

Heims­minjaráðstefn­an er hald­in í Bakú í Aser­baíd­sj­an og eru full­trú­ar þjóðgarðsins og tveggja ráðuneyta stadd­ir þar.

Áhersla á jarðfræðina

Í til­nefn­ingu Vatna­jök­ulsþjóðgarðs var lögð áhersla á rek­beltið, heita reit­inn und­ir land­inu og eld­stöðva­kerfi í gos­belt­un­um ásamt sam­spili elds og íss sem talið er ein­stakt á heimsvísu. Hann fer því í flokk nátt­úrustaða. Verður þjóðgarður­inn þriðji heims­minj­astaður­inn á Íslandi, fái um­sókn­in braut­ar­gengi. Surts­ey er fyr­ir á skrá sem nátt­úrustaður vegna ein­stæðrar jarðfræði og Þing­vell­ir sem menn­ing­ar­minj­ar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert