Loka 15 rúmum af 31

Geðdeild. Þar verður skert þjónusta og rúmum verður lokað.
Geðdeild. Þar verður skert þjónusta og rúmum verður lokað. mbl/Arnþór Birkisson

Frá og með deg­in­um í dag verður þjón­usta skert veru­lega á deild 33A á Land­spít­ala, sem er ein þriggja bráðageðdeilda spít­al­ans. Um helm­ingi rúm­anna á deild­inni, 15 af 31 rúmi, verður lokað og munu þau standa lokuð næstu fjór­ar vik­urn­ar.

Er þetta gert vegna sparnaðar og mann­eklu. María Ein­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geðsviðs Land­spít­ala, seg­ir að sjálfs­vígs­áhætta sé al­geng­asta ástæða þess að fólk er lagt inn á deild­ina.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Anna Gunn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar, ekki for­svar­an­legt að geðheil­brigðisþjón­usta sé skert ár eft­ir ár. Það sé ekki í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ing­ar ráðamanna um mik­il­vægi þess­ar­ar þjón­ustu og komi fólki með geðsjúk­dóma afar illa. Tryggja þurfi stöðugt fjár­magn til mála­flokks­ins.

Hún seg­ir að það sé reynsla þeirra sem starfa hjá Geðhjálp að sumr­in, ýms­ir hátíðis­dag­ar og frí séu oft erfiðari en aðrir tím­ar árs­ins fyr­ir fólk með geðrask­an­ir. „Fólk veikist nefni­lega ekk­ert síður á sumr­in en á öðrum tím­um árs­ins,“ seg­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert