Loka 15 rúmum af 31

Geðdeild. Þar verður skert þjónusta og rúmum verður lokað.
Geðdeild. Þar verður skert þjónusta og rúmum verður lokað. mbl/Arnþór Birkisson

Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert verulega á deild 33A á Landspítala, sem er ein þriggja bráðageðdeilda spítalans. Um helmingi rúmanna á deildinni, 15 af 31 rúmi, verður lokað og munu þau standa lokuð næstu fjórar vikurnar.

Er þetta gert vegna sparnaðar og manneklu. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir að sjálfsvígsáhætta sé algengasta ástæða þess að fólk er lagt inn á deildina.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Það sé ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þessarar þjónustu og komi fólki með geðsjúkdóma afar illa. Tryggja þurfi stöðugt fjármagn til málaflokksins.

Hún segir að það sé reynsla þeirra sem starfa hjá Geðhjálp að sumrin, ýmsir hátíðisdagar og frí séu oft erfiðari en aðrir tímar ársins fyrir fólk með geðraskanir. „Fólk veikist nefnilega ekkert síður á sumrin en á öðrum tímum ársins,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert