Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá

Vatnajökulsþjóðgarður er þannig orðinn þriðji heimsminjastaðurinn á Íslandi.
Vatnajökulsþjóðgarður er þannig orðinn þriðji heimsminjastaðurinn á Íslandi. mbl.is/RAX

Samþykkt var að Vatnajökulsþjóðgarður yrði skráður á heimsminjaskrá UNESCO á heimsminjaráðstefnu samtakanna í Bakú í Aserbaídsjan rétt í þessu. 

Þar með er Vatnajökulsþjóðgarður kominn í hóp merkustu þjóðgarða heims ásamt Yellow­st­one í Banda­ríkj­un­um og Galapagos í Ekvador, svo fáein dæmi séu nefnd.

Til að komast á heimsminjaskrá UNESCO þarf staður eða fyrirbæri sannanlega að hafa það sem kallað er einstakt gildi á heimsvísu, sem aftur kallar á alþjóðlega vernd, en í  til­nefn­ingu Vatna­jök­ulsþjóðgarðs var lögð áhersla á rek­beltið, heita reit­inn und­ir land­inu og eld­stöðva­kerfi í gos­belt­un­um ásamt sam­spili elds og íss sem talið er ein­stakt á heimsvísu.

Vatnajökulsþjóðgarður er þannig orðinn þiðji heimsminjastaðurinn á Íslandi, en Surtsey er fyrir á skrá sem náttúrustaður vegna einstæðrar jarðfræði, og Þingvellir sem menningarminjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert