Bætur án lagastoðar

Afgreiðsla Íslandspósts.
Afgreiðsla Íslandspósts. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Póstmarkaðurinn hefur kært úrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi bætur til handa Íslandspósti. Stofnunin tók til greina kröfu Íslandspósts og var fjárhæðin ákvörðuð 1.463 milljónir króna.

Vísað var til taps Íslandspósts af erlendum pakkasendingum frá 30. október 2014 til loka ársins 2018.

Krafa Póstmarkaðarins er m.a. reist á því að engin heimild sé í lögum fyrir afturvirku fjárframlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu. Þá hafi ekkert jöfnunargjald verið lagt á fyrirtæki á póstmarkaði til að fjármagna jöfnunarsjóðinn. Hann á að standa undir bótakröfum en er nú tómur.

Ranglega vísað í fjarskiptalög

Jafnframt telur Póstmarkaðurinn það fordæmi á fjarskiptamarkaði sem legið hafi til grundvallar ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar ekki eiga við. Tilgreint sé í póstlögum að fjárframlög úr jöfnunarsjóði séu veitt til eins árs í senn og að endurnýja skuli umsóknir fyrir settan tíma.

Tap Íslandspósts af erlendum pakkasendingum jókst í hlutfalli við mikla fjölgun sendinga frá og með árinu 2013. Fyrirtækið sótti hins vegar ekki um bæturnar fyrr en í lok október 2018. Við það safnaðist saman mikið tap sem gæti lent á skattgreiðendum, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert