Bætur án lagastoðar

Afgreiðsla Íslandspósts.
Afgreiðsla Íslandspósts. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Póst­markaður­inn hef­ur kært úr­sk­urð Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar varðandi bæt­ur til handa Ísland­s­pósti. Stofn­un­in tók til greina kröfu Ísland­s­pósts og var fjár­hæðin ákvörðuð 1.463 millj­ón­ir króna.

Vísað var til taps Ísland­s­pósts af er­lend­um pakka­send­ing­um frá 30. októ­ber 2014 til loka árs­ins 2018.

Krafa Póst­markaðar­ins er m.a. reist á því að eng­in heim­ild sé í lög­um fyr­ir aft­ur­virku fjár­fram­lagi úr jöfn­un­ar­sjóði alþjón­ustu. Þá hafi ekk­ert jöfn­un­ar­gjald verið lagt á fyr­ir­tæki á póst­markaði til að fjár­magna jöfn­un­ar­sjóðinn. Hann á að standa und­ir bóta­kröf­um en er nú tóm­ur.

Rang­lega vísað í fjar­skipta­lög

Jafn­framt tel­ur Póst­markaður­inn það for­dæmi á fjar­skipta­markaði sem legið hafi til grund­vall­ar ákvörðun Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar ekki eiga við. Til­greint sé í póst­lög­um að fjár­fram­lög úr jöfn­un­ar­sjóði séu veitt til eins árs í senn og að end­ur­nýja skuli um­sókn­ir fyr­ir sett­an tíma.

Tap Ísland­s­pósts af er­lend­um pakka­send­ing­um jókst í hlut­falli við mikla fjölg­un send­inga frá og með ár­inu 2013. Fyr­ir­tækið sótti hins veg­ar ekki um bæt­urn­ar fyrr en í lok októ­ber 2018. Við það safnaðist sam­an mikið tap sem gæti lent á skatt­greiðend­um, að því er fram kem­ur í  um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert