Gras víkur fyrir byggð

Vellir Fram við Safamýri.
Vellir Fram við Safamýri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stórt grassvæði nálægt Miklubraut, sem knattspyrnumenn Fram hafa notað til æfinga undanfarna áratugi, verður tekið til annarra nota.

Í nýlegri samþykkt borgarráðs var sagt að þetta svæði yrði tekið til „annarrar þróunar,“ eins og það var kallað. Um er að ræða afar verðmætt svæði gegnt verslunarmiðstöðinni Kringlunni.

Þær upplýsingar fengust hjá Reykjavíkurborg að engar ákvarðanir hefðu verið verið teknar um nýtingu svæðisins. Þá hafa ekki verið gerðar nýlegar rýmisathuganir á byggingarmagni sem gæti rúmast á svæðinu. Hins vegar má reikna með að þarna verði skipulögð íbúðabyggð eða verslunarstarfsemi, í anda þeirrar þéttingarstefnu sem borgin hefur markað.

Fyrir lok síðustu aldar kynntu Framarar metnaðarfullar hugmyndir um að selja hluta svæðisins undir verslunarmiðstöð með knattspyrnuleikvangi á þakinu. Borgaryfirvöld féllust ekki á þessi áform, að því er fram kemur í umfjöllun um grassvæðið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert