Gras víkur fyrir byggð

Vellir Fram við Safamýri.
Vellir Fram við Safamýri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stórt gras­svæði ná­lægt Miklu­braut, sem knatt­spyrnu­menn Fram hafa notað til æf­inga und­an­farna ára­tugi, verður tekið til annarra nota.

Í ný­legri samþykkt borg­ar­ráðs var sagt að þetta svæði yrði tekið til „annarr­ar þró­un­ar,“ eins og það var kallað. Um er að ræða afar verðmætt svæði gegnt versl­un­ar­miðstöðinni Kringl­unni.

Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust hjá Reykja­vík­ur­borg að eng­ar ákv­arðanir hefðu verið verið tekn­ar um nýt­ingu svæðis­ins. Þá hafa ekki verið gerðar ný­leg­ar rýmis­at­hug­an­ir á bygg­ing­ar­magni sem gæti rúm­ast á svæðinu. Hins veg­ar má reikna með að þarna verði skipu­lögð íbúðabyggð eða versl­un­ar­starf­semi, í anda þeirr­ar þétt­ing­ar­stefnu sem borg­in hef­ur markað.

Fyr­ir lok síðustu ald­ar kynntu Fram­ar­ar metnaðarfull­ar hug­mynd­ir um að selja hluta svæðis­ins und­ir versl­un­ar­miðstöð með knatt­spyrnu­leik­vangi á þak­inu. Borg­ar­yf­ir­völd féllust ekki á þessi áform, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um gras­svæðið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert