Farið sé að leikreglum

Bögglasendingar hjá Póstinum.
Bögglasendingar hjá Póstinum. mbl.is/Rósa Braga

Samkeppniseftirlitið hyggst kanna hvort upplýsingar í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar gefi tilefni til að kanna starfsemi Íslandspósts. Eftirlitið vísar til ákvörðunar (8/2017) um aðgerðir til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ákvörðuninni hafa verið ætlað að tryggja eðlilegan samkeppnisgrundvöll og að ekki væri með ólögmætum hætti verið að nýta tekjur af einkarétti til að eiga í samkeppni á sviðum þar sem hún á að ríkja.

„Við áréttum jafnframt að sérstakri eftirlitsnefnd sem starfar samkvæmt skilyrðum eftirlitsins sé ætlað að tryggja að farið sé að leikreglum í þessu efni,“ segir Páll Gunnar í Morungblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert